Hvernig áttu að finna þinn næsta badmintonspaða?

Ertu að leita að nýjum badminton spaða en finnst erfitt að velja eða ákveða hver sé sá rétti fyrir þig? Hérna munum við leitast að við að við að útskýra tæknilegu smáatriðin þannig að þau skiljist, þannig að vonandi verður það auðveldara fyrir þig að velja þér þinn Li-Ning spaða og fá það sem þú vilt útur honum.

Þegar þú ert að velja þér nýjan spaða, þá er best að skoða 3 hluti!

Það er spaðans:

  • Janfvægi
  • Sveigjanleiki
  • Þyngd

Þetta eru mikilvægustu atriðin til að lesa sig til um áður en nýr spaði er valin.

Anders Skaarup plays with the Li-Ning AXForce 100
Explanation of racket weights

Jafnvægi:

Öllum badminton spöðum, óháð framleiðanda er skipt upp í 3 útgáfur af janfvægi

  • Haus-þungur (head heavy)
  • Jafn ( Even balance)
  • Haus-léttur (Head light)

Haus þungur badmintonspaði

Sama hvað þú veist mikið um badminton spaða, þá hefur örugglega heyrt orðatilækið "haus-þungur spaði" - En veistu í raun hvað það þýðir?

Haus-þungur spaði að jafnvægispunktur spaðans er nálægt hausnum. Kosturinn við þessa þyngdardreifingu er augljós - KRAFTUR! Allir haus-þungir spaðar eru hannaðir með það markið að hámarka kraft. Það er hægt að líkja haus-þungum spaða við hamar t.d

Hamarinn á auðvelt með að negla naglann vegna þess að svo til öll þyngdin er við hausinn. Ef þyngdin væri öll nær hinum endanum, þá gætiru ekki nelgt naglann af sama krafti.
Þetta er akkúrat eins og haus-þungir spaðar virka.

KOSTIR:
Þú færð meiri kraft í högginn og getur slegið lengri högg og smassað fastar.

ÓKOSTIR:
Þú fórnar hraða og stjórn þar sem það er erfiðara að hreyfa haus-þungan spaða miðað við spaða með þyrngdina nær gripinu.

Kaupa

Haus-léttur Badminton spaði

Það er líklega augljóst, en haus-léttur badminton spaði er andstæðan við haus-þungan spaða.
Það eru margar ástæður að velja haus-léttan badminton spáða, en aðal ástæðan er að þyngdin er í grip endanum sem gefur þér bestu stjórnina á kúlunni þar sem það er auðveldara að hreyfa hausinn. Auk góðrar stjórnunar, þá nærðu hraðri sveiflu, sem er frábært í hröðum, flötum leik eins og í tvíliðaleik.

Af þessum ástæðum eru haus-léttir spaðar oft valdir af tvíliðaleiks spilurum og þeim sem eru að byrja.

KOSTIR:
Þú hefur mestu möguleikana að hafa góða stjórn og ná mestum hraða. Sem er sérstaklega mikilvægt fyrir tvíliðaleiks spilara.

ÓKOSTIR:
Þú færð litla hjálp frá spaðanum með kraft, þannig að ef þú ert að leita spaða sem gefur mikin kraft, haus-léttur spaði er líklega ekki besti valmöguleikinn.

Kaupa

Jafn Badminton spaði

Ef þú getur ekki valið á milli haus-létur eða haus-þungur spaði, þá gæti jafn spaði verið málið fyrir þig.

Þetta er frábær spaði sem býður góða blöndu af því besta frá bæði haus-léttum og haus-þungum spaða. Þannig að ef þú ert að leita að spaða með góða stjórn, þokkalegum krafti og hraða - þá ættiru að skoða úrvalið af spöðum sem eru með jafna þyngdardrefingu.

KOSTIR:
Janf spaði er "all-around" spaði sem býður uppá gott bland frá báðum heimum.

ÓKOSTIR:
Það er erfitt að finna ókost við þessa spaða, en það helsta væri að jafnir spaðar sérhæfa sig ekki í neinu, heldur eru bland af því besta.

Kaupa

Sveigjanleiki

Það er oftast talað um 3 tegundir af sveigjanleika á badminton spöðum.

  • Sveigjanlegur
  • Meðal
  • Stífur

 Fyrst og fremst - Sveigjanleiki er eitt það mikilvægasta sem þarf að vega og meta þegar badminton spaði er keyptur, þar sem það er sveigjanleiki skaftsins sem ræður því hversu miklum krafti og nákvæmni spaðinn skilar.

Sveigjanlegur Badminton spaði

Sko! Sveigjanlegur badminton spaði, eins og þú hefur líklega áttað þig á, hefur mjög mjúkt skaft. Þetta gefur þér möguleika á meiri krafti í höggunum þar sem skaftið beygist meira og framkallar þar af leiðandi meiri kraft í höggin.

í raun, margir sem nota sveigjanlega spaða, eru oft byrjendur, yngri og eldri spilara sem þurfa smá hjálp frá skaftinu til að ná meiri krafti.

KOSTIR:
Þú getur fengið meiri kraft og þar af leiðandi hitt lengri og fastari smöss.

ÓKOSTIR:
Vegna mjúka skaftsins, þá gæti það verið áskorun að ná nákvæmni, og þar af leiðandi verið erfiðara að stjórna kúlunni. En aftur á móti, þú þarft að hafa öðlast góða tækni til að þetta fer að halda aftur af þér.

Kaupa

Meðal sveigjanlegur Badminton spaði

Meðan sveigjanleiki?!? Hvað er það?

Í raun liggur það í augum uppi, hann er á milli sveigjanlegs og stífs spaða.

Flestir sem spila af einhverju ráði, taka þátt í mótum, deildo ofl og hafa spilað badminton í einhver ár og hafa náð sæmilegri tækni - ættu að spila með meðal sveigjanleika.

KOSTIR:
Þú færð besta úr báðum heimum, hjálpar við að ná góðri tækni úr höggunum.

ÓKOSTIR:
Þú nærð ekki sama krafti og og með sveigjanlegum spaða

Kaupa

Stífur Badminton spaði

Margir spilarar velja stífa spaða - en í raun ættu margir af þeim ekki að gera það. En hvers vegna?

Stífur spaði, er auðvitað andstæðan við sveigjanlega spaða " í alvöru Herra Augljós". Stífur spaði sveigist lítið, sem þýðir að hann framkallar lágmarks kraft í höggið, sem gerir hann "erfiðan" í spili. Aftur á móti, stífur spaði býður þér uppá kjör aðstæður til að fullkomna tæknina.

Þess vegna spila flestir Top spilara með stífa spaða - þótt margir af þeim spili líka með meðal spaða. Þannig að mundu, þótt þinn uppáhalds spilara á Ólympíuleikunum spili með stífum spaða þá þarf það ekki að vera spaðinn fyrir þig, þar sem það gæti einfaldlega verið of erfitt og skili ekki því sem hann á að skila.
Þvi mælum við með stífum spaða aðeins fyrir lengra komna og keppnis spilara.

KOSTIR:
Býður þér í dans þar sem hæfileikar þínir blómstra best ef þú hefur getunua til þess.

ÓKOSTIR:
Spaðin hjálpar þér lítið með kraft, þannig að þú þarft að framkalla allan kraftinn sjálf/ur með eigin tækni og hæfileikum.

Kaupa

Þyngd

Li-Ning framleiðir spaða í eftirfarandi þyngdum:

  • 3U (85-89 Grams)
  • 4U (80-84 Grams)
  • 5U (75-79 Grams)
  • 6U (70-74 Grams)
  • 7U (65-69 Grams)

Hvaða þyngd ætti ég að velja? Það veltur mest á styrk og hverju þú vilt ná fram.

80% spilara velja spaða með þyngd 3U eða 4U. Hins vegar, fleirri og fleirri eru farnir að velja spaða í léttari flokkunum eins og 5U, 6U eða 7U. Það eru ofast yngri spilara, byrjendur og þeir sem eru orðnir eldri.

Þungur= Meiri kraftur, hægari sveifla
Léttur= Hraðari sveifla, minni kraftur